

Öystein Magnús Gjerde
Leiðbeinandi
Netfang:
Heimilisfang:
Kaupvangur 6, efri hæð
700 Egilsstaðir
"The real voyage of discovery consists not in seeking new landscapes but in having new eyes." -Marcel Proust
Um mig
Síðan ég hóf vinnu með andlegan vöxt árið 2021 hef ég verið heillaður af því að kafa inn á við og taka eftir hvernig lífsgæði og upplifanir mínar á lífinu hafa umbreyst. Ég hef kynnt mér margar mismunandi nálganir á þessu sviði og dregið þær í mig eins og svampur.
Meðal þeirra eru aðferðir Peter Crone sem ég tel mig hafa verið svo lánsaman að hafa kynnst. Námskeiðið hans, "Mastermind - Coaching Edition" gerði mér ekki einungis kleift að leysa upp mína eigin skugga, heldur lærði ég einnig aðferðir hans til að miðla þessari kunnáttu til annarra á áþreifanlegan og jarðbundinn hátt. Í náminu áttaði ég mig á að minn stærsti skuggi var tengur frelsi og virði. Dæmi um hvernig hann lýsti sér er að sem barn fylgdi ég alltaf fyrirmælum og var þess vegna mjög þægilegur í umgengni, sem ég var stoltur af og horfði á sem styrkleika. En á sama tíma átti ég mjög erfitt með að segja nei og var hræddur við að fara eigin leiðir. Ég gerði mér enga grein fyrir að þessi tvö hegðunarmynstur væru tengd og ættu rætur í sama skugganum fyrr en ég fór að kafa í þetta og æfa mig í að segja nei. Þá sá ég hvað ég átti virkilega erfitt með að fylgja sjálfum mér og hef síðan þá lært að vera meðvitaður um triggera tengdum þessum skugga.
Allri þekkingunni sem ég hef sankað að mér hef ég mótað á minn hátt og býð í dag upp á andlega einkaþjálfun á Egilsstöðum fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig þessa vinnu með mér. Mín skoðun er sú að því fleiri einstaklingar sem rækta sig og læra að láta sitt sanna ljós skína, því meira græða allir á því og samfélagið verður gróskumeira. Þetta ljós og þessi orka smitar út frá sér eins og næring og að sjá okkur öll vaxa og blómstra, hvert á sínu sviði, er það sem drífur mig áfram.