top of page

Andleg leiðsögn

Andleg leiðsögn hjá mér snýst um að vera til staðar með einstaklingum og spegla því sem ég sé svo þeir finni út hvað raunverulega liggur á bakvið heftandi hegðunarmynstur. Það sem liggur þar á bakvið kalla ég skugga. Skuggar fela sig gjarnan, ef ekki alltaf, í styrkleikunum okkar og þess vegna er svo erfitt að sjá þá. Við áttum okkur yfirleitt ekki á því að það eru yfirleitt staðirnir sem við teljum okkur vita best sem halda þessum skuggum lifandi og við þurfum að snúa við okkar eigin trú til þess að það breytist. En þegar við náum að koma okkur úr boxinu þar sem hringrás skuggans á sér stað finnum við ekki einungis fyrir meiri létti heldur er eins og við vöknum upp af draumi og förum að "sjá" lífið skýrar.

Þjónustan sem ég býð upp á er fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að vaxa sem einstaklingur. Markmiðið mitt sem leiðbeinandi er að taka á móti einstaklingum frá öruggum, hlutlausum og kærleiksríkum stað þar sem ég dæmi ekki hegðun, orð eða hugsanir þeirra. 

Þátttakendur skilja að þrátt fyrir að tímarnir geti haft jákvæð áhrif á andlegan vöxt, þá er ekki staðfest að það muni eiga sér stað. Þátttakendur skilja að þessir tímar eru ekki meðferð og koma ekki í stað meðferðar ef þörf er á því. Þetta eru skoðanir og persónuleg sýn leiðbeinanda og þátttakendur skilja að allar ákvaðanir teknar tengdar náminu eru á eigin ábyrgð. 

bottom of page