top of page
Hand Shadow

Skuggar

Skuggar eru afl sem drífur ákveðna hegðun í daglegu lífi okkar og lifa þeir í undirmeðvitundinni þar sem ekki er hægt að sjá þá. Hægt er að líkja þeim við tölvuvírusa sem setjast að í kjarna tölvuforrits. Vírusinn kemur sér fyrir þar eins og sníkjudýr og getur haft heftandi áhrif án þess að nokkur viti af því. Notandi tölvunnar getur ekki séð vírusinn sjálfan meðan hann notar forritið, heldur einungis upplifað áhrifin sem vírusinn veldur. 

Fyrsta skrefið í að leysa upp skugga er að átta sig á og viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann sé til staðar. Þá fyrst er hægt að vinna í honum. Að átta sig á þessu er að mínu mati mikilvægasta skrefið í átt að vexti en líka það erfiðasta því það felur í sér að leggja til hliðar stoltið.

En hvernig vitum við hvort það sé skuggi til staðar eða ekki?

Að mínu mati erum við öll með skugga. Það er vel hægt að finna þá ef við erum opin fyrir því, en það gerum við með því að skoða triggera.

Þátttakendur skilja að þrátt fyrir að tímarnir geti haft jákvæð áhrif á andlegan vöxt, þá er ekki staðfest að það muni eiga sér stað. Þátttakendur skilja að þessir tímar eru ekki meðferð og koma ekki í stað meðferðar ef þörf er á því. Þetta eru skoðanir og persónuleg sýn leiðbeinanda og þátttakendur skilja að allar ákvaðanir teknar tengdar náminu eru á eigin ábyrgð. 

bottom of page