top of page
Camp Fire

Trigger

Trigger, eða kveikur, er orð yfir það sem vekur upp vanlíðan þegar við bregðumst illa við einhverju. Merki um að trigger hafi átt sér stað er þegar við finnum þörf á að kvarta undan aðstæðum okkar, hvort sem það er í huganum eða í orðum. Oftast er hægt að finna þetta með því að skoða samskipti við sína nánustu, t.d. börnin sín eða foreldra, þegar við finnum fyrir óþægilegri tilfinningu eða pirringi sem "þau valda". Dæmi um þetta gæti verið þegar okkur líður eins og foreldri okkar eða maki sé að láta okkur gera eitthvað sem við viljum ekki gera. Þá líður okkur óþægilega þegar við látum undan þeim og kennum þeim gjarnan um að við séum að gera þetta. 

Eins óþægilegir og triggerar geta verið finnst mér gott að horfa á þá sem gjafir. Þeir eru nefnilega tengdir eins og taugar við skuggana sem fela sig í undirmeðvitundinni og eru því lyklar að persónulegum vexti. Í gegnum þá er hægt að staðsetja og leysa upp skuggana þannig að við hættum alveg að finna fyrir þeim. Þess vegna er triggerinn í rauninni mjög gagnlegur að mínu mati og við getum lært að taka við honum sem hjálpartæki til að vaxa en ekki árás sem minnkar okkur.

Það er þó ekki nóg að taka bara eftir triggernum til þess að leysa upp skuggana. Eftir að búið er að taka eftir triggerum og nota þá til þess að staðsetja skugga er hægt að fara skref fyrir skref í gegnum "hæfniþrepin fjögur" til þess að leysa þá upp.

Þátttakendur skilja að þrátt fyrir að tímarnir geti haft jákvæð áhrif á andlegan vöxt, þá er ekki staðfest að það muni eiga sér stað. Þátttakendur skilja að þessir tímar eru ekki meðferð og koma ekki í stað meðferðar ef þörf er á því. Þetta eru skoðanir og persónuleg sýn leiðbeinanda og þátttakendur skilja að allar ákvaðanir teknar tengdar náminu eru á eigin ábyrgð. 

bottom of page